Vefverslanir
Við erum sérfræðingar í þróun netverslana.
Við sérhæfum okkur í Magento, WooCommerce og Shopify. Kerfi sem sem eru í stöðugri þróun og ávallt í fremstu röð.
Við tengjum netverslunina við greiðslugátt og bjóðum auk þess upp á tengingar við hin ýmsu kerfi svo sem Póststoð Póstsins, Dropp, birgða- og bókhaldskerfi.
WooCommerce
WooCommerce er vefverslunarkerfi sem er sérstaklega hannað til að tengjast WordPress vefumsjónarkerfinu og vinna þessi kerfi einstaklega vel saman. WooCommerce hentar öllum stærðum fyrirtækja.
magento
Magento hefur verð að ryðja sér til rúms í auknum mæli hér á landi. Kerfið hentar stórum fyrirtækjum vel. Það er tiltölulega umfangsmikið í þróun og rekstri. Því skiptir máli að hafa aðgang að góðri sérfræðiþekkingu ef ráðast á í Magento innleiðingu.
shopify
Shopify er heildstæð vefverslunarlausn sem býður upp á allt það helsta til að setja upp einfalda og fallega vefverslun. Lausnin býður upp á greiðslugátt þar sem meðal annars er hægt að greiða með greiðslukortum og PayPal. Verslunin er hýst hjá Shopify þannig að í raun má segja að allt sé á einum stað. Shopify hentar öllum stærðum fyrirtækja.
DÆMI UM VERKEFNI
“ Webmo býr yfir mjög víðtækri þekkingu þegar kemur að vefmálum og hafa þeir sýnt mikið frumkvæði og fagmennsku þegar kemur að því að leysa verkefni með okkur. Samstarfið hefur verið mjög gott og virkliega skemmtilegt. Mæli klárlega með þeim ef fyrirtæki vilja ná árangi í vefmálum/vefverslun. ”
Andri Þór SigurjónssonVerkefnastjóri á upplýsingatæknisviði Haga
„WebMo kom að verkefnastýringu, þarfagreiningu, hönnun, efnisvinnslu og framsetningu á www.endor.is ásamt því að aðstoða við umsýslu eftir að vefurinn fór í loftið. Frábær í sínu, fljót að forgangsraða og keyrðu áfram á kröftugan hátt og við erum mjög sátt við afar ánægjulegt samstarf. Mæli 100% með WebMo.
Gunnar Guðjónsson CEO - Endor
„WebMo Design sá um hönnun og uppsetningu á nýrri heimasíðu fyrir SAF í samhengi við endurmörkun samtakanna 2018-19 og skilaði flottu verki. Við fengum svo WebMo aftur til að vinna með okkur í að færa ársskýrslu samtakanna yfir á vef sem er aðgengilegur fyrir notendur og auðveldur fyrir okkur að vinna með. Við erum afskaplega ánægð með útkomuna og samvinnan við WebMo var frábær í alla staði.“
Jóhannes Þór SkúlasonFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Við höfum starfað með WebMo Design síðan 2017 og hafa þau sinnt samfélagsmiðlamálum og öðrum stökum verkefnum með góðum árangri. Við erum svakalega ánægð með samstarfið en bæði eru frábærlega klárir einstaklingar að vinna þar, eru góðir í samskiptum og samvinnu og sýna mikið frumkvæði í aðgerðum. Mæli hiklaust með WebMo
Sólrún Björk GuðmundsdóttirSölustjóri kaffideildar OJK
“Við getum hiklaust mælt með þjónustu WebMo. Erum mjög ánægð með heimasíðuna okkar, þeirra faglegu vinnubrögð og góðu þjónustulund.”
Ágústa BjörnsdóttirSkrifstofustjóri KlettásWebMo Design er upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í stafrænum lausnum með sérstaka áherslu á vefverslanir, vefþróun og stafræna markaðssetningu.
FYLGDU OKKUR:
allur réttur áskilinn © WebMo design