Vefþróun
Heimasíðan er andlit fyrirtækisins. Við aðstoðum þig frá A-Ö við gerð heimasíðu og/eða vefþjónustu.
Hönnun, þróun, forritun og notendaupplifun er okkar sérsvið.
Við tengjum síðuna við þau kerfi sem þér dettur í hug.
wordpress
WordPress er einstaklega notendavænt vefkerfi með gott notendaviðmót. Það hentar vel fyrir þróun sem og almenna notendur. Innsetning efnis er þægileg (s.s. textar, myndir, myndbönd og fleira).
WordPress er vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi (e. Content Management System, CMS) en rúmlega 75 milljónir vefsíða keyra á kerfinu. WordPress er hannað þannig að síður eru fljótar að hlaðast upp auk þess sem mikið er lagt upp úr öryggi og unnið eftir öllum ströngustu öryggisstöðlum. Þægilegt er að tengja WordPress við önnur kerfi sem og samfélagsmiðla.
hönnun og sérsmíði
Við höfum á að skipa einstaklega frjóu starfsfólki sem elskar ekkert meira en fallega hönnun og forritun. Við getum smíðað hvað sem er svo lengi sem það er tengt vef- eða applausnum.
Við leggjum mikla áherslu á framúrskarandi notendaviðmót (UI) og notendaupplifun (UX) í okkar hönnun og þróun.
DÆMI UM VERKEFNI
“ Webmo býr yfir mjög víðtækri þekkingu þegar kemur að vefmálum og hafa þeir sýnt mikið frumkvæði og fagmennsku þegar kemur að því að leysa verkefni með okkur. Samstarfið hefur verið mjög gott og virkliega skemmtilegt. Mæli klárlega með þeim ef fyrirtæki vilja ná árangi í vefmálum/vefverslun. ”
Andri Þór SigurjónssonVerkefnastjóri á upplýsingatæknisviði Haga
„WebMo kom að verkefnastýringu, þarfagreiningu, hönnun, efnisvinnslu og framsetningu á www.endor.is ásamt því að aðstoða við umsýslu eftir að vefurinn fór í loftið. Frábær í sínu, fljót að forgangsraða og keyrðu áfram á kröftugan hátt og við erum mjög sátt við afar ánægjulegt samstarf. Mæli 100% með WebMo.
Gunnar Guðjónsson CEO - Endor
„WebMo Design sá um hönnun og uppsetningu á nýrri heimasíðu fyrir SAF í samhengi við endurmörkun samtakanna 2018-19 og skilaði flottu verki. Við fengum svo WebMo aftur til að vinna með okkur í að færa ársskýrslu samtakanna yfir á vef sem er aðgengilegur fyrir notendur og auðveldur fyrir okkur að vinna með. Við erum afskaplega ánægð með útkomuna og samvinnan við WebMo var frábær í alla staði.“
Jóhannes Þór SkúlasonFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Við höfum starfað með WebMo Design síðan 2017 og hafa þau sinnt samfélagsmiðlamálum og öðrum stökum verkefnum með góðum árangri. Við erum svakalega ánægð með samstarfið en bæði eru frábærlega klárir einstaklingar að vinna þar, eru góðir í samskiptum og samvinnu og sýna mikið frumkvæði í aðgerðum. Mæli hiklaust með WebMo
Sólrún Björk GuðmundsdóttirSölustjóri kaffideildar OJK
“Við getum hiklaust mælt með þjónustu WebMo. Erum mjög ánægð með heimasíðuna okkar, þeirra faglegu vinnubrögð og góðu þjónustulund.”
Ágústa BjörnsdóttirSkrifstofustjóri KlettásWebMo Design er upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í stafrænum lausnum með sérstaka áherslu á vefverslanir, vefþróun og stafræna markaðssetningu.
FYLGDU OKKUR:
allur réttur áskilinn © WebMo design