STF – Samband stjórnendafélaga

STF eða Samband stjórnendafélaga er stéttarfélag með um 3.600 félagsmenn um land allt. Innan félagsins eru 11 aðildarfélög.

Hjá STF var kominn tími á að endurnýja vefsíðu og gera hana notendavænni fyrir félagsfólk sem og væntanlega félaga.

Til þess að kynnast betur þörfum núverandi og væntanlegra félaga lét STF rannsóknarfyrirtæki gera rannsóknir fyrir sig meðal núverandi félagsfólks sem og á markaðnum almennt. Ígrunduð greiningarvinna var unnin fyrir vefinn og voru markmiðin að gera vefinn notendavænni, færa rafræna þjónustu nær viðskiptavininum, einfalda aðgengi að upplýsingum og þeirri þjónustu sem félagið veitir.

Vefurinn var hannaður frá grunni og unninn í WordPress. Elementor var notaður við uppbyggingu síðunnar. Rafrænt umsóknarform var sérsmíðað en það skilar sér til 11 mismunandi aðildarfélaga, allar með mismunandi skilaboðum og svörum. Skilagreinareiknivél var skrifuð frá grunni og skilar hún upplýsingum sjálfvirkt yfir í DK miðað við mismunandi gjaldskrár félaganna.

Verkefni

STF - Nýr vefur

Tími

22 mars, 2022

Flokkur

Vefslóð: