Lífrænt Ísland – Ný vefsíða

Lífrænt Ísland er samstarfsverkefni VOR – Verndun og ræktun, Bændasamtaka Íslands og Matvælaráðuneytisins til að auka lífræna framleiðslu á Íslandi. Í lífrænni framleiðslu fer saman umhverfisvernd og framleiðsla afurða í hæsta gæðaflokki með lýðheilsu og dýravelferð að leiðarljósi. á vegum VOR verndun og ræktun, Bændasamtaka Íslands og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á kostum lífrænnar ræktunar.

Við í WebMo gerðum fyrir þau nýja og fallega vefsíðu og erum við stolt að því að taka þátt í svona þörfu verkefni. Hönnun síðunnar var unnin í samstarfi við ENNEMM auglýsingastofu. ENNEMM hannaði nýtt lógó og útlit fyrir Lífrænt Ísland þar sem hringurinn utan um bókstafinn L táknar sjálfbærni og L-ið fyrir lífrænt. Þar að auki var unnið með nýja litapallettu fyrir verkefnið þar sem jarðlitir verða í fyrirrúmi.

WebMo hefur einnig verið að vinna fyrir samtökin í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Verkefni

Lífrænt Ísland - Ný vefsíða

Tími

18 október, 2022

Flokkur

Vefslóð: