Við höfum unnið náið með Kaffitár frá árinu 2017. Til að byrja með fólst samstarfið aðallega í stafrænni markaðssetningu, umsjón samfélagsmiðla og fleiru.
Upp á síðkastið hefur samstarfið einnig þróast út í vefþróun. Til að mynda settum við í loftið fyrir þau pop-up vefverslun þar sem hægt er að panta kaffi og ýmsar tengdar vörur og fá sent heim.
Vefverslunin var unnin í Shopify og var markmiðið að gera fallega, einfalda og notendavæna vefverslun sem auðvelt væri að setja í árstíðabundna búninga, s.s. jólabúning.
Stefnt er að því að færa allan vef Kaffitárs í Shopify 2021.