Kaffitár

Kaffitár var stofnað 1990, og síðan þá hefur kaffifyrirtækið verið leiðandi í sínum geira á Íslandi.

Við í WebMo höfðum áður hannað og þróað pop-up vefverslun fyrir Kaffitár. Sú vefverslun spratt upp í byrjun Covid og bauð meðal annars upp á ljúffenga og heita kaffidrykki beint í bílinn.

Ákveðið var í framhaldinu að endurnýja algerlega vefsíðu og vefverslun Kaffitárs og setja upp í Shopify.

Nýja síðan er komin í loftið og var hún hönnuð og þróuð með það í huga að endurspegla ímynd Kaffitárs og koma áhersluatriðum fyrirtækisins vel til skila.

Fyrir utan að bjóða upp á öfluga netverslun þá er hægt að skrá sig í Kaffiklúbb Kaffitárs og nálgast alls konar upplýsingar og fróðleik um kaffi og kaffi tengd málefni.

Verkefni

Kaffitár - nýr vefur/vefverslun

Tími

23 febrúar, 2022

Flokkur

Vefslóð: