Markaðssetning

social media

Við sérhæfum okkur í stafrænni markaðssetningu og bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu tengda henni. 

Við hjálpum þér að nálgast þinn markhóp og ná þeim markmiðum sem þú setur þér.

Samfélagsmiðlar

Við bjóðum upp á umsjón samfélagsmiðla, uppsetningu herferða auk þess að bjóða upp á alla tengda þjónustu svo sem hönnun, myndbandagerð, ljósmyndun, textaskrif, áhrifavaldaherferðir o.fl.

Google ads

Við skipuleggjum og setjum upp leitarorða- og vefborðaherferðir á Google netinu. Google er með 90% markaðshlutdeild í leitarvélum og ná auglýsingar á Google netinu til um 80% neytenda.

leitarvélabestun

Um 86% neytenda nota netið til að leita eftir vörum og þjónustu og því er mikilvægt að tryggja að þín vara eða þjónusta birtist ofarlega í leitarvélunum. Við hjálpum þér að ná árangri á leitarvélum. Leitarvélabestun (SEO = Search Engine Optimization) skiptist í tæknileg atriði annars vegar og efnisleg atriði hins vegar. Tæknilegu atriðin snúast í stuttu máli um að vefsíðan sé rétt sett upp tæknilega þannig að leitarvélar lesi síðuna sem allra best. Efnisleg atriði snúast um að efni síðunnar sér rétt sett fram og samkvæmt stöðlum leitarvéla.

Dæmi um verkefni